Viðskipti innlent

Olíunotkun eykst um fimmtung næstu 35 árin

Ingvar Haraldsson skrifar
Spáð er aukinni olíunotkun vegna fjölgunar ferðamanna.
Spáð er aukinni olíunotkun vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Anton Brink
Olíunotkun á Íslandi mun aukast um 21 prósent fram til ársins 2050 samkvæmt nýrri eldsneytisspá Orkustofnunar. Samkvæmt spánni mun olíunotkun vegna millilandaflutninga aukast um 143 prósent fram til 2050 en innanlandsnotkun dragast saman um 40 prósent.

Spáin byggir á því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga og þar með aukist olíunotkun flugfélaganna enn frekar. Búist er við að olíunotkun vegna millilandaflutninga verði tvöfalt meiri en innanlandsnotkun árið 2050. Millilandanotkun á olíu er nú helmingur af innanlandsnotkun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×