Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Kári Örn Hinriksson skrifar 7. janúar 2016 16:30 Ólafía stendur í ströngu á nýju ári. Vísir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira