Eflum tengslin Michael Nevin skrifar 29. september 2016 07:00 Í því flóði frétta frá Bretlandi sem fylla fjölmiðlana má vera að það hafi farið framhjá ykkur að nýr sendiherra Bretlands er tekinn við á Íslandi. Sá maður er ég, sem kem í stað Stuarts Gill. Það var mér heiður að fá að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, trúnaðarbréf mitt þann 20. september. En hvers vegna er ég hér? Fyrir því eru bæði persónulegar og embættistengdar ástæður. Ég ólst upp á Norður-Írlandi, sem deilir með Íslandi sögu eyþjóðartilveru og efnahags sem byggst hefur á landbúnaði (þótt efnahagslífið sé nú á dögum byggt á öllu fleiri stoðum). Allir þekkja hin sterku keltnesku víkingaaldartengsl milli Írlands og Íslands. Og veðurfarið er svipað! Það vill meira að segja svo til að N-Írland og Ísland deila svipaðri farsæld á fótboltasviðinu. Bæði Norður-Írar og Íslendingar voru hamingjan uppmáluð yfir því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla í sumar (af diplómatískum ástæðum sleppi ég því að nefna hvernig fór fyrir landsliði annars lands sem ég er fulltrúi fyrir, Englands?…). Í síðasta starfi mínu sem sendiherra í Malaví hafði ég líka íslenskar tengingar, þar sem bæði Bretland og Ísland veita Malavíbúum mikilvæga þróunaraðstoð. Þannig að það er nánast eins og forlögin hafi ætlað mér að koma til Íslands. Við hjónin áttum þess kost að kynnast töfrum þessa fallega lands lítillega þegar við heimsóttum vinafólk í Reykjavík árið 2006. Sú gæfa að fá að þjóna hér sem sendiherra mun gera okkur báðum kleift að breikka og dýpka til muna tengsl okkar við landið.Fjölþætt erindi Hvað varðar embættiserindi mitt hingað þá er það fjölþætt: Að byggja upp enn sterkari, dýpri og víðtækari tengsl milli Bretlands og Íslands. Þegar embættistíð minni hér lýkur vil ég geta bent á aukningu í viðskiptum og gagnkvæmri fjárfestingu; eflt samstarf um það helsta sem er á dagskrá heimsmálanna: loftslagsbreytingar, hagvöxt og þróun, fólksflutninga, öryggi, heilbrigðismál; fleiri ferðamenn og námsmenn á báða bóga; og að almenningur á Íslandi skynji betur nærveru Bretlands og áhrif þess á Íslandi og á heimsvísu. Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur sennilega aldrei verið meiri. Ásamt úrvalsdeildinni (sjálfur styð ég Manchester United) sýna Íslendingar mikinn áhuga á þróuninni sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér, líka hér á Íslandi. Einfalda svar mitt við þessu síðastnefnda er að það býður upp á tækifæri fyrir bæði lönd. Að Bretland segi sig úr ESB þýðir ekki að Bretar yfirgefi Evrópu og bandamenn sína eins og Ísland. Við erum satt að segja enn staðráðnari en áður í að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi: framsækið ríki sem er opið fyrir viðskiptum, beitir sér fyrir umgjörð alþjóðaviðskipta sem skilar öllum ávinningi, í gegnsærra alþjóðakerfi byggðu á sanngjörnu regluverki. Við munum eftir sem áður vera í forystuhlutverki við að takast á við helstu áskoranir samtímans, eins og ég taldi upp hér að framan. Bretland er ekki að draga sig í hlé frá Evrópu og umheiminum, heldur þvert á móti. Bretland verður virkara á alþjóðavettvangi. Ekki einangrunarsinnað heldur samstarfsfúst. Það eru ekki hagsmunir Bretlands að setja heftandi reglur um viðskipti eða gera aðrar breytingar sem hafa hugsanleg neikvæð áhrif á efnahagslega farsæld landa okkar. Né heldur að draga sig út úr öryggis- og alþjóðasamstarfi. Bretland vill því ekki minna af Íslandi. Bretar vilja meira af því. Ég vonast eftir stuðningi ykkar við þá viðleitni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í því flóði frétta frá Bretlandi sem fylla fjölmiðlana má vera að það hafi farið framhjá ykkur að nýr sendiherra Bretlands er tekinn við á Íslandi. Sá maður er ég, sem kem í stað Stuarts Gill. Það var mér heiður að fá að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, trúnaðarbréf mitt þann 20. september. En hvers vegna er ég hér? Fyrir því eru bæði persónulegar og embættistengdar ástæður. Ég ólst upp á Norður-Írlandi, sem deilir með Íslandi sögu eyþjóðartilveru og efnahags sem byggst hefur á landbúnaði (þótt efnahagslífið sé nú á dögum byggt á öllu fleiri stoðum). Allir þekkja hin sterku keltnesku víkingaaldartengsl milli Írlands og Íslands. Og veðurfarið er svipað! Það vill meira að segja svo til að N-Írland og Ísland deila svipaðri farsæld á fótboltasviðinu. Bæði Norður-Írar og Íslendingar voru hamingjan uppmáluð yfir því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla í sumar (af diplómatískum ástæðum sleppi ég því að nefna hvernig fór fyrir landsliði annars lands sem ég er fulltrúi fyrir, Englands?…). Í síðasta starfi mínu sem sendiherra í Malaví hafði ég líka íslenskar tengingar, þar sem bæði Bretland og Ísland veita Malavíbúum mikilvæga þróunaraðstoð. Þannig að það er nánast eins og forlögin hafi ætlað mér að koma til Íslands. Við hjónin áttum þess kost að kynnast töfrum þessa fallega lands lítillega þegar við heimsóttum vinafólk í Reykjavík árið 2006. Sú gæfa að fá að þjóna hér sem sendiherra mun gera okkur báðum kleift að breikka og dýpka til muna tengsl okkar við landið.Fjölþætt erindi Hvað varðar embættiserindi mitt hingað þá er það fjölþætt: Að byggja upp enn sterkari, dýpri og víðtækari tengsl milli Bretlands og Íslands. Þegar embættistíð minni hér lýkur vil ég geta bent á aukningu í viðskiptum og gagnkvæmri fjárfestingu; eflt samstarf um það helsta sem er á dagskrá heimsmálanna: loftslagsbreytingar, hagvöxt og þróun, fólksflutninga, öryggi, heilbrigðismál; fleiri ferðamenn og námsmenn á báða bóga; og að almenningur á Íslandi skynji betur nærveru Bretlands og áhrif þess á Íslandi og á heimsvísu. Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur sennilega aldrei verið meiri. Ásamt úrvalsdeildinni (sjálfur styð ég Manchester United) sýna Íslendingar mikinn áhuga á þróuninni sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér, líka hér á Íslandi. Einfalda svar mitt við þessu síðastnefnda er að það býður upp á tækifæri fyrir bæði lönd. Að Bretland segi sig úr ESB þýðir ekki að Bretar yfirgefi Evrópu og bandamenn sína eins og Ísland. Við erum satt að segja enn staðráðnari en áður í að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi: framsækið ríki sem er opið fyrir viðskiptum, beitir sér fyrir umgjörð alþjóðaviðskipta sem skilar öllum ávinningi, í gegnsærra alþjóðakerfi byggðu á sanngjörnu regluverki. Við munum eftir sem áður vera í forystuhlutverki við að takast á við helstu áskoranir samtímans, eins og ég taldi upp hér að framan. Bretland er ekki að draga sig í hlé frá Evrópu og umheiminum, heldur þvert á móti. Bretland verður virkara á alþjóðavettvangi. Ekki einangrunarsinnað heldur samstarfsfúst. Það eru ekki hagsmunir Bretlands að setja heftandi reglur um viðskipti eða gera aðrar breytingar sem hafa hugsanleg neikvæð áhrif á efnahagslega farsæld landa okkar. Né heldur að draga sig út úr öryggis- og alþjóðasamstarfi. Bretland vill því ekki minna af Íslandi. Bretar vilja meira af því. Ég vonast eftir stuðningi ykkar við þá viðleitni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun