Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2016 13:00 Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45
Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00
Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09