Álag á sjúkrahúsprestum í desember Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Vigfús Bjarni Albertsson segir marga leita til presta i desember vísir/stefán „Desember er álagsmánuður. Það sem er sárt verður sárara. Þetta er hátíð tilfinninga, fólk finnur meira til og allt sem gerist hefur mikil áhrif og ekki minni áhrif heldur en á öðrum tíma,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Hann segir að á þessum tíma leiti margir sem eigi um sárt að binda í eftirfylgniviðtöl. Sex sjúkrahúsprestar eru í fullu starfi á Landspítalanum. Þeir veita sjúklingum viðtöl á dagvinnutíma og skipta sér niður á ýmis svið spítalans. Vigfús Bjarni sinnir Barnaspítala Hringsins. Utan dagvinnutíma, um helgar og á hátíðisdögum, er síðan einn prestur á bakvakt sem sinnir því sem kemur óvænt upp á. Það sem af er ári hefur orðið um tuttugu prósenta aukning í sálgæslusamtölum frá árinu í fyrra. Prestarnir sex hafa átt 1.400 samtöl við einstaklinga, 1.200 samtöl við fjölskyldur og svo eru um 1.000 samtöl í eftirfylgd. „Viðtölum og útköllum fjölgar á milli ára,“ segir Vigfús Bjarni en kveðst ekki hafa skýringar á þessari þróun. „Ekki aðrar en þær að fólk er orðið duglegra við að leita sér aðstoðar,“ segir hann. Vigfús segir að núna í desember hafi verið gríðarlega mikið af fjölskyldufundum. „Það er bæði fólk sem er að takast á við erfið tíðindi, er að fá erfið tíðindi og svo bara eftirfylgd. Þetta eru tíðindi sem varða líf og heilsu einhvers í fjölskyldunni,“ segir hann. Hann segir starfið alls ekki snúast eingöngu um að halda utan um fólk sem hefur misst sína nánustu heldur líka aðstandendur fólks sem stríðir við erfið veikindi. „Maður er mikið í viðtölum við fólk sem er að berjast á þeim tíma með fólkinu sínu. Það er meira heldur en hitt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Desember er álagsmánuður. Það sem er sárt verður sárara. Þetta er hátíð tilfinninga, fólk finnur meira til og allt sem gerist hefur mikil áhrif og ekki minni áhrif heldur en á öðrum tíma,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Hann segir að á þessum tíma leiti margir sem eigi um sárt að binda í eftirfylgniviðtöl. Sex sjúkrahúsprestar eru í fullu starfi á Landspítalanum. Þeir veita sjúklingum viðtöl á dagvinnutíma og skipta sér niður á ýmis svið spítalans. Vigfús Bjarni sinnir Barnaspítala Hringsins. Utan dagvinnutíma, um helgar og á hátíðisdögum, er síðan einn prestur á bakvakt sem sinnir því sem kemur óvænt upp á. Það sem af er ári hefur orðið um tuttugu prósenta aukning í sálgæslusamtölum frá árinu í fyrra. Prestarnir sex hafa átt 1.400 samtöl við einstaklinga, 1.200 samtöl við fjölskyldur og svo eru um 1.000 samtöl í eftirfylgd. „Viðtölum og útköllum fjölgar á milli ára,“ segir Vigfús Bjarni en kveðst ekki hafa skýringar á þessari þróun. „Ekki aðrar en þær að fólk er orðið duglegra við að leita sér aðstoðar,“ segir hann. Vigfús segir að núna í desember hafi verið gríðarlega mikið af fjölskyldufundum. „Það er bæði fólk sem er að takast á við erfið tíðindi, er að fá erfið tíðindi og svo bara eftirfylgd. Þetta eru tíðindi sem varða líf og heilsu einhvers í fjölskyldunni,“ segir hann. Hann segir starfið alls ekki snúast eingöngu um að halda utan um fólk sem hefur misst sína nánustu heldur líka aðstandendur fólks sem stríðir við erfið veikindi. „Maður er mikið í viðtölum við fólk sem er að berjast á þeim tíma með fólkinu sínu. Það er meira heldur en hitt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent