Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS.
Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.
