Tvær stuttar ferðasögur um einkarekna hjartaspítala Ólafur Ólafsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið. Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkrahúsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjartalækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel. Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins. Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum. Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst. Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenningur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið. Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkrahúsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjartalækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel. Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins. Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum. Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst. Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenningur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar