Dolph Lundgren á 123 hestafla hjólabretti Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 12:49 Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent
Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent