Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2016 20:45 Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15