Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2015 20:00 15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi. Bensín og olía Noregur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
15 af 24 nýjum olíusvæðum, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, standa ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. Þrátt fyrir það stefnir í að nýfjárfestingar í ár og á næsta ári verði með þeim mestu í sögu norska olíuiðnaðarins. Áætlað er að 25 þúsund manns hafi misst vinnuna í Noregi eftir að olíuverð féll úr yfir eitthundrað dollurum fyrir tunnuna og niður fyrir fimmtíu dollara. Og spáð er fleiri uppsögnum. Norska viðskiptaritið E24 hefur birt sláandi úttekt þar sem niðurstaðan er sú að lágt olíuverð ógni nú 15 af þeim 24 nýju olíu- og gasvinnslusvæðum sem áformað er að byggja upp. Því rauðari sem liturinn er, því lengra er í að vinnsla geti borgað sig.Kort yfir fyrirhuguð vinnslusvæði og möguleika þeirra miðað við 47 dollara olíuverð, eins og það var í dag. Stærsta olíulindin, Johan Sverdrup, er 6-7 dollurum yfir jafnvægisverði.Kort/E24.Svæði sem kallast Lér konungur þarf þannig 95 dollara olíuverð, - vantar 47 dollara verðhækkun til að standa undir sér, og Johan Castberg í Barentshafi vantar 20 dollara verðhækkun, - þarf 67 dollara lágmarksverð. Af grænu svæðunum eru nokkur sem þola allt niður undir 20 dollara olíuverð, eins og Gullfaxi og Ásgarður, en risalindin Johan Sverdrup, bjartasta von Norðmanna næstu hálfa öld, er talin þola 41 dollars olíuverð, - gæti enn þolað sex dollara verðlækkun.Áform um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi rætast vart, miðað við núverandi olíuverð. Henni er ætlað að þjóna Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi, sem talið er þurfa 67 dollara olíuverð.Teikning/Statoil.En þrátt fyrir verðhrun virðist svartnætti ekki framundan í norska olíugeiranum, nýfjárfestingar hafa reynst meiri en búist var við. Hagstofa Noregs spáir því að fjárfestingar á þessu ári verði þær þriðju mestu í sögu norska olíugeirans og að næsta ár verði fjórða mesta fjárfestingaárið.Thina Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum.Eftir góðæri í áratug telja hagfræðingar hins vegar mikið svigrúm til hagræðingar. Thina Saltvedt, sérfræðingur Nordea bankans, segir olíubransann hafa spreðað peningum eins og drukknir sjómenn og hækkað laun upp úr öllu valdi. Hún varaði við því fyrir helgi að það þyrfti að skera ennþá meira niður. Verðlækkun olíu væri komin til með að vera. Hún tók þó fram að Norðmenn hefðu tækifæri til að halda sterkri stöðu í alþjóðlegri samkeppni. Og þrátt fyrir allt heldur Noregur enn stöðu sinni á toppnum, níunda árið í röð, í alþjóðlegum mælingum sem það land sem býður upp á bestu lífskjör í heimi.
Bensín og olía Noregur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira