Erlent

Fordæma aðgerðir makedónsku lögreglunnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir ellefu þúsund manns eru strandaglópar í Idomeni,
Yfir ellefu þúsund manns eru strandaglópar í Idomeni, vísir/epa
Yfirvöld í Grikklandi hafa fordæmt aðgerðir makedónsku lögreglunnar sem beitti táragasi á hóp flóttafólks í flóttamannabúðunum í Idomeni, við landamæri Grikklands og Makedóníu. Yfir ellefu þúsund flóttamenn halda þar til.

Stór hópur flóttamanna hafði reynt að brjóta sér leið í gegnum girðingu við landamærin. Lögregla beitti þá táragasi til að dreifa hópnum. Samtökin Læknar án landamæra segja að þrjú hundruð manns hið minnsta hafi særst, en þau fullyrða að lögregla hafi einnig skotið gúmmíkúlum á fólkið.

Óeirðirnar hófust þegar hópur fólks kom að girðingunni og báðu landamæraverði um að hleypa þeim í gegn. Þegar beiðni þeirra var hafnað bættust fleiri í hópinn og sumir köstuðu steinum yfir girðinguna. Lögregla greip þá til fyrrgreindra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×