Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf Jóhanna Einarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun