Óvenjuleg auglýsingaherferð “The Grand Tour” Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 15:01 Illa komið fyrir Prius í New York, en allt gert í auglýsingaskyni fyrir "The Grand Tour". Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent