Heilbrigt viðskiptalíf? Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun