Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 12:48 Frá örtröðinni í IKEA í morgun. Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan IKEA í Garðabæ í morgun áður en verslunin var opnuð klukkan ellefu. Ástæðan var sú að verið var að selja síðasta skammtinn af MALM kommóðum á sérstaklega lágu verði. Viðskiptavinir IKEA á SMS-lista fyrirtækisins fengu veður af sölunni í gærkvöldi og varð uppi fótur og fit þegar verslunin opnaði í morgun. IKEA og Rúmfatalagerinn hafa átt í sérstöku verðstríði undanfarna mánuði þegar kemur að kommóðum. Verslanirnar hafa lækkað verð sín á kommóðum hvert á eftir öðru og segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, löngu orðið ljóst að báðar verslanir séu að borga með kommóðunum. Verðið hafi verið orðið það lágt.Vilja alltaf vera ódýrastir „Það er ófrávíkjanleg stefna IKEA að það sé ávallt hægt að ganga að bestu verðunum á hverri function fyrir sig hjá IKEA, eða með öðrum orðum, þá á ekki að vera hægt að finna ódýrari hnífapör á markaðnum, en ódýrustu hnífapörin í IKEA, það sama á við um klósettbursta, herðatré eða hvaðeina sem IKEA er með í sölu, þ.m.t kommóður,“ segir Þórarinn. Sex skúffa MALM kommóða kostaði í ágúst 2011 29.950 krónur. Sömu kommóðu var hægt að kaupa undanfarna mánuði á 3.590 krónur. Fjögurra skúffa kommóðan fór úr 17.950 krónum í 3.290 krónur á sama tímabili og tveggja skúffa kommóðan úr 8.950 krónum í 1.050 krónur. Eftirspurnin eftir Malm kommóðunum hefur verið það mikil að IKEA hefur ekki annað henni að sögn Þórarins. Þá hefur borið á því að fólk hafi hamstrað og svo selt kommóðuna á hærra verði á Bland.is að sögn Þórarins.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.Seldu 800 kommóður á 25 mínútum IKEA ákvað að leysa málið með því að taka til sölu aðra tegund af kommóðum til að nota í verðstríðsbaráttunni við Rúmfatalagerinn. Sú er af tegundinni KULLEN. „Fram til þessa hefur MALM í hvítum lit verið ódýrasta kommóðan sem við höfum verið með í boði í modern stíl, og hefur hún því verið seld á þessu lága verði til að mæta samkeppninni. Nú er hins vegar komin ný kommóða KULLEN sem er svipuð útlits og í svipaðri stærð og MALM. KULLEN tekur við sem ódýrasta kommóðan í Modern stíl, en næsta sending af hvítum MALM kommóðum verður seld á réttu verði. Þórarinn segir að að allar 800 kommóðurnar sem teknar voru til sölu í dag séu uppseldar. Til að koma í veg fyrir að fólk gæti hamstrað var sett hámark á fjölda kommóða sem hver gat keypt, tvær kommóður á mann. Fimm mínútur yfir ellefu voru farin 200 stykki af sex skúffu kommóðurinni. Tuttugu mínútum síðar voru svo allar 800 kommóðurnar farnar. Næsta sending af MALM kommóðum verður á „eðlilegu verði“ að sögn Þórarins. KULLEN kommóðurnar verða hins vegar þær ódýrustu sem í boði verða á Íslandi.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira