Körfuboltakvöld: Hlynur Bærings var oft að hrósa honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 17:00 Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
"Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30
Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30
KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00
Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45