Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. apríl 2016 15:47 Lewis Hamilton var fljótastur í dag en munurinn var ekki mikill. Vísir/Getty Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Hamilton setti fljótasta tíma sögunnar á Bahrein brautinni í dag. Eftir mistök í fyrstu tilraun síðustu lotu tókst honum að setja saman nánast fullkominn hring undir lok síðustu lotunnar. Ræsingin á morgun verður afar spennandi. Rosberg var aðeins 0,077 sekúndum á eftir Hamilton. Eftir mikla pólitík í vikunni var tímatökunni ekki breytt eftir slaka frumraun í Ástralíu. Úrslit fyrstu lotu voru ráðin þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af lotunni. Það varð lítil spenna í fyrstu lotu. Fyrirkomulagið virkaði ekki betur í Bahrein en í Ástralíu. Felipe Nasr á Sauber varð fyrsta fórnarlamb útsláttarins, Rio Haryanto á Manor varð annar. Jolyon Palmer var í hættu á Renault bílnum og tókst ekki nema í eina sekúndu að forða sér frá því að detta út. Stoffel Vandoorne á McLaren setti Palmer aftur niður í útsláttarsæti. Kevin Magnussen á Renault varð næsta fórnarlamb. Sergio Perez á Force India var næstur, Pascal Wehrlein átti ógnargóðan hring á Manor bílnum og náði 16. sæti.Pascal Wehrlein átti góðan dag í Manor bílnum.Vísir/GettyHaas og McLaren náðu báðum bílum upp úr fyrstu lotunni svo það var ánægja með dagsverkið á þeim bæjum. Önnur lota byrjaði klaufalega, ljósið varð ekki grænt við enda þjónustusvæðisins. Lotan styttist um tæpa mínútu vegna þessa. Daniil Kvyat á Red Bull var fyrsta fórnarlambið í annarri lotu. Jenson Button á McLaren var næstur. Hinn ungi Stoffel Vandoorne ræsir framar en liðsfélagi sinn Button. Esteban Gutierrez á Sauber og Vandoorne voru næstir til að detta úr leik. Nico Hulkenberg á Force India var einn á breutinni þegar fimm mínútur voru eftir, hann reyndir að freista þess að komast í þriðju lotu. Það tókst og þá var pressan komin á Romain Grosjean hjá Haas. Með tæpar þrjár mínútur eftir var lotunni raunverulega lokið. Úrslitalotan bauð upp á baráttu þeirra átta efstu. Rosberg tók ráspól í fyrstu tilraun. Hamilton gerði mistök og var fjórði eftir fyrstu tilraun. Ferrari menn voru á milli Mercedes. Hulkenberg varð fyrstur til að detta út. Williams mennirnir duttu út í kjölfarið. Einungis Ferrari og Mercedes fóru aftur út.Bein útsending frá keppninni hefst á morgun klukkan 14:30 á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gangvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Alonso fær ekki að keppa eftir áreksturinn rosalega um síðustu helgi Fernando Alonso mun ekki keppa í Formúlu 1 keppninni í Bahrein um helgina. Hann stóðst ekki læknisskoðun í dag. Alonso lenti í svakalegum árekstri fyrir tveimur vikum í Ástralíu. 31. mars 2016 10:45 Wolff: Ég held að tímatakan verði ekkert meira spennandi í Bahrein Liðsstjóri Mercedes liðsins, Toto Wolff telur að tímatakan muni valda vonbrigðum aftur í Bahrein. Fyrirhugaðar breytingar á þriðju lotu munu ekki ganga í gegn. 29. mars 2016 16:15 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Alonso: Ég vildi aka þrátt fyrir sársaukann Fernando Alonso er rifbeinsbrotinn eftir harðan árekstur í síðustu Formúlu 1 keppni. Hann mun þess vegna ekki taka þátt í keppninni í Bahrein um helgina. 31. mars 2016 16:00 Bílskúrinn: Átökin í Ástralíu Fyrsta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram í Ástralíu um helgina. Keppnin var spennandi frá upphitunarhring og fram á síðasta hring. Farið verður yfir margt af því helsta frá Ástralíu í Bílskúrnum, uppjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 22. mars 2016 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Hamilton setti fljótasta tíma sögunnar á Bahrein brautinni í dag. Eftir mistök í fyrstu tilraun síðustu lotu tókst honum að setja saman nánast fullkominn hring undir lok síðustu lotunnar. Ræsingin á morgun verður afar spennandi. Rosberg var aðeins 0,077 sekúndum á eftir Hamilton. Eftir mikla pólitík í vikunni var tímatökunni ekki breytt eftir slaka frumraun í Ástralíu. Úrslit fyrstu lotu voru ráðin þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af lotunni. Það varð lítil spenna í fyrstu lotu. Fyrirkomulagið virkaði ekki betur í Bahrein en í Ástralíu. Felipe Nasr á Sauber varð fyrsta fórnarlamb útsláttarins, Rio Haryanto á Manor varð annar. Jolyon Palmer var í hættu á Renault bílnum og tókst ekki nema í eina sekúndu að forða sér frá því að detta út. Stoffel Vandoorne á McLaren setti Palmer aftur niður í útsláttarsæti. Kevin Magnussen á Renault varð næsta fórnarlamb. Sergio Perez á Force India var næstur, Pascal Wehrlein átti ógnargóðan hring á Manor bílnum og náði 16. sæti.Pascal Wehrlein átti góðan dag í Manor bílnum.Vísir/GettyHaas og McLaren náðu báðum bílum upp úr fyrstu lotunni svo það var ánægja með dagsverkið á þeim bæjum. Önnur lota byrjaði klaufalega, ljósið varð ekki grænt við enda þjónustusvæðisins. Lotan styttist um tæpa mínútu vegna þessa. Daniil Kvyat á Red Bull var fyrsta fórnarlambið í annarri lotu. Jenson Button á McLaren var næstur. Hinn ungi Stoffel Vandoorne ræsir framar en liðsfélagi sinn Button. Esteban Gutierrez á Sauber og Vandoorne voru næstir til að detta úr leik. Nico Hulkenberg á Force India var einn á breutinni þegar fimm mínútur voru eftir, hann reyndir að freista þess að komast í þriðju lotu. Það tókst og þá var pressan komin á Romain Grosjean hjá Haas. Með tæpar þrjár mínútur eftir var lotunni raunverulega lokið. Úrslitalotan bauð upp á baráttu þeirra átta efstu. Rosberg tók ráspól í fyrstu tilraun. Hamilton gerði mistök og var fjórði eftir fyrstu tilraun. Ferrari menn voru á milli Mercedes. Hulkenberg varð fyrstur til að detta út. Williams mennirnir duttu út í kjölfarið. Einungis Ferrari og Mercedes fóru aftur út.Bein útsending frá keppninni hefst á morgun klukkan 14:30 á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gangvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Alonso fær ekki að keppa eftir áreksturinn rosalega um síðustu helgi Fernando Alonso mun ekki keppa í Formúlu 1 keppninni í Bahrein um helgina. Hann stóðst ekki læknisskoðun í dag. Alonso lenti í svakalegum árekstri fyrir tveimur vikum í Ástralíu. 31. mars 2016 10:45 Wolff: Ég held að tímatakan verði ekkert meira spennandi í Bahrein Liðsstjóri Mercedes liðsins, Toto Wolff telur að tímatakan muni valda vonbrigðum aftur í Bahrein. Fyrirhugaðar breytingar á þriðju lotu munu ekki ganga í gegn. 29. mars 2016 16:15 Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30 Alonso: Ég vildi aka þrátt fyrir sársaukann Fernando Alonso er rifbeinsbrotinn eftir harðan árekstur í síðustu Formúlu 1 keppni. Hann mun þess vegna ekki taka þátt í keppninni í Bahrein um helgina. 31. mars 2016 16:00 Bílskúrinn: Átökin í Ástralíu Fyrsta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram í Ástralíu um helgina. Keppnin var spennandi frá upphitunarhring og fram á síðasta hring. Farið verður yfir margt af því helsta frá Ástralíu í Bílskúrnum, uppjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 22. mars 2016 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Alonso fær ekki að keppa eftir áreksturinn rosalega um síðustu helgi Fernando Alonso mun ekki keppa í Formúlu 1 keppninni í Bahrein um helgina. Hann stóðst ekki læknisskoðun í dag. Alonso lenti í svakalegum árekstri fyrir tveimur vikum í Ástralíu. 31. mars 2016 10:45
Wolff: Ég held að tímatakan verði ekkert meira spennandi í Bahrein Liðsstjóri Mercedes liðsins, Toto Wolff telur að tímatakan muni valda vonbrigðum aftur í Bahrein. Fyrirhugaðar breytingar á þriðju lotu munu ekki ganga í gegn. 29. mars 2016 16:15
Nico Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á föstudagsæfingum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram í Bahrein um helgina. 1. apríl 2016 20:30
Alonso: Ég vildi aka þrátt fyrir sársaukann Fernando Alonso er rifbeinsbrotinn eftir harðan árekstur í síðustu Formúlu 1 keppni. Hann mun þess vegna ekki taka þátt í keppninni í Bahrein um helgina. 31. mars 2016 16:00
Bílskúrinn: Átökin í Ástralíu Fyrsta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram í Ástralíu um helgina. Keppnin var spennandi frá upphitunarhring og fram á síðasta hring. Farið verður yfir margt af því helsta frá Ástralíu í Bílskúrnum, uppjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 22. mars 2016 19:15