Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2016 15:34 Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. vísir/gva Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent