Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2016 15:34 Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. vísir/gva Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur. Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur.
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira