Viðskipti innlent

Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel

Forsvarsmenn bæði Krónunnar og Melabúðarinnar hafa ákveðið að hætta að kaupa egg frá fyrirtækinu Brúnegg. Krónan mun taka þau egg sem þegar hafa verið keypt úr sölu í fyrramálið. Fyrirtækin brugðu á þetta ráð eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið.



Þar kom fram að framleiðsla eggjanna hefði í raun aldrei uppfyllt skilyrði vistvænnar framleiðslu. Neytendur hefðu verið blekktir og að hænur Brúneggs hefðu búið við afar slæman aðbúnað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×