Ætla að bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin verða vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 19:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira