Innlent

Maður um fertugt handtekinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags.
Lögreglumaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Vísir/GVA
Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns sem verið hefur í einangrun og gæsluvarðhaldi frá 29. desember. RÚV greinir frá.

Samkvæmt frétt RÚV hefur maðurinn sem var handtekinn í dag hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum.

Lögreglumaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Hann er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Hann er á fimmtugsaldri og reynslumikill þegar kemur að rannsóknum á fíkniefnamálum. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á föstudag.

Annar lögreglumaður sætir ásökunum um leka á upplýsingum um starfi. Þrátt fyrir endurteknar athugasemdir við störf hans um árabil hefur hans mál aldrei sætt rannsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hann er enn við störf.

Hann gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild sem þykir óvenjulegt fyrirkomulag og hefur verið gagnrýnt af yfirmanni hjá dönsku lögreglunni.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.