Fyrirgefning Ívar Karl Bjarnason skrifar 4. desember 2016 07:00 Fegurð fyrirgefningarinnar er víðtekin hugmynd í samfélagi okkar. Siðferðislegan grundvöll hennar má finna innan trúarbragða sem utan og hefur fyrirgefningin víða öðlast nánast sjálfgefið siðferðisgildi í menningu okkar. Þar sem fyrirgefningin er ekki aðeins álitin siðferðislega rétt heldur jafnframt talin skilvirkasta leiðin til bata eftir að brotið hafi verið á manni. Þess háttar ógagnrýnin áhersla á fyrirgefningu getur þó allt eins virkað til þess að staðfesta ríkjandi valdahlutföll og undirskipa brotaþola enn á ný valdi þeirra sem brotið hafa á þeim. Fólki sem beitt hefur verið kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og/eða andlegu er ósjaldan ráðlagt að fyrirgefa gerendum ofbeldisins. Er það iðulega gert á þeim forsendum að hún feli í sér græðandi afl og greiðustu leið brotaþola til þess að vinna úr reynslu sinni og láta að baki. Svo mikil áhersla á fyrirgefningu getur hins vegar sett þolendur í verulega erfiða stöðu, sér í lagi þegar ekki er tekið mið af líðan þeirra, eða yfir höfuð hvort þeir telji sig tilbúna til þess að fyrirgefa. Jafnvel þótt þess háttar þrýstingur sé oft gerður af góðum hug þá getur hann orðið öfugverkandi. Þegar knúið er á um fyrirgefningu kemur það fram í frekari valdbeitingu og þvingunum sem þolandi getur upplifað á þann hátt að brotið sé á sér öðru sinni. Þar á ofan virðist þess háttar fyrirgefning oft skilyrðislaus. Að afsökunarbeiðni kalli á fyrirgefningu, og raunar að þar sem að fyrirgefningin sé fyrir þolandann en ekki gerendur, þá þurfi afsökunarbeiðni ekki einu sinni til og viðbrögð gerenda, ábyrgð og iðrun skipti þar engu máli. En sé fyrirgefningin ætluð til þess að veita gerendum syndaaflausn án þess að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum né sýna yfirbót þá leiðir hún síður fram sátt hjá þolendum. Þess í stað getur það haft þveröfug áhrif á þann veg að þolendur upplifi það sem enn frekara ofbeldi. Hér er því nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir afstöðu þolanda og það, hvort hann sé tilbúinn að skoða þess háttar leiðir, sé látið ráða för. Á móti séu ótímabærar afsökunarbeiðnir og sáttarfundir að frumkvæði gerenda fremur til þess að óvirða þolendur og valdi þeim jafnvel frekari skaða, þegar þolandi er enn einu sinni beðinn um að setja vilja gerandans ofar sínum eigin. Án þess að gera lítið úr fegurð hugmyndarinnar um fyrirgefningu, dygðinni sem í henni býr eða veigamiklum þætti hennar í upplifunum margra og merkt skref þeirra við að vinna úr reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, þá ber að vera meðvitaður um að: afsökunarbeiðni ber ekki með sér syndaaflausn, fyrirgefning þarf ekki að fylgja afsökunarbeiðni, enginn á heimtingu á fyrirgefningu, svo þeim, sem beittir hafa verið ofbeldi, sé ekki gert að sæta frekari þvingunum og valdbeitingu. Siðferðisgildi séu þannig látin standa með brotaþolum en ekki gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fegurð fyrirgefningarinnar er víðtekin hugmynd í samfélagi okkar. Siðferðislegan grundvöll hennar má finna innan trúarbragða sem utan og hefur fyrirgefningin víða öðlast nánast sjálfgefið siðferðisgildi í menningu okkar. Þar sem fyrirgefningin er ekki aðeins álitin siðferðislega rétt heldur jafnframt talin skilvirkasta leiðin til bata eftir að brotið hafi verið á manni. Þess háttar ógagnrýnin áhersla á fyrirgefningu getur þó allt eins virkað til þess að staðfesta ríkjandi valdahlutföll og undirskipa brotaþola enn á ný valdi þeirra sem brotið hafa á þeim. Fólki sem beitt hefur verið kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu, líkamlegu og/eða andlegu er ósjaldan ráðlagt að fyrirgefa gerendum ofbeldisins. Er það iðulega gert á þeim forsendum að hún feli í sér græðandi afl og greiðustu leið brotaþola til þess að vinna úr reynslu sinni og láta að baki. Svo mikil áhersla á fyrirgefningu getur hins vegar sett þolendur í verulega erfiða stöðu, sér í lagi þegar ekki er tekið mið af líðan þeirra, eða yfir höfuð hvort þeir telji sig tilbúna til þess að fyrirgefa. Jafnvel þótt þess háttar þrýstingur sé oft gerður af góðum hug þá getur hann orðið öfugverkandi. Þegar knúið er á um fyrirgefningu kemur það fram í frekari valdbeitingu og þvingunum sem þolandi getur upplifað á þann hátt að brotið sé á sér öðru sinni. Þar á ofan virðist þess háttar fyrirgefning oft skilyrðislaus. Að afsökunarbeiðni kalli á fyrirgefningu, og raunar að þar sem að fyrirgefningin sé fyrir þolandann en ekki gerendur, þá þurfi afsökunarbeiðni ekki einu sinni til og viðbrögð gerenda, ábyrgð og iðrun skipti þar engu máli. En sé fyrirgefningin ætluð til þess að veita gerendum syndaaflausn án þess að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum né sýna yfirbót þá leiðir hún síður fram sátt hjá þolendum. Þess í stað getur það haft þveröfug áhrif á þann veg að þolendur upplifi það sem enn frekara ofbeldi. Hér er því nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir afstöðu þolanda og það, hvort hann sé tilbúinn að skoða þess háttar leiðir, sé látið ráða för. Á móti séu ótímabærar afsökunarbeiðnir og sáttarfundir að frumkvæði gerenda fremur til þess að óvirða þolendur og valdi þeim jafnvel frekari skaða, þegar þolandi er enn einu sinni beðinn um að setja vilja gerandans ofar sínum eigin. Án þess að gera lítið úr fegurð hugmyndarinnar um fyrirgefningu, dygðinni sem í henni býr eða veigamiklum þætti hennar í upplifunum margra og merkt skref þeirra við að vinna úr reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, þá ber að vera meðvitaður um að: afsökunarbeiðni ber ekki með sér syndaaflausn, fyrirgefning þarf ekki að fylgja afsökunarbeiðni, enginn á heimtingu á fyrirgefningu, svo þeim, sem beittir hafa verið ofbeldi, sé ekki gert að sæta frekari þvingunum og valdbeitingu. Siðferðisgildi séu þannig látin standa með brotaþolum en ekki gegn þeim.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar