Körfubolti

Tómas Þórður aftur á heimaslóðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Þórður verst hér Loga Gunnarssyni í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur á síðasta tímabili.
Tómas Þórður verst hér Loga Gunnarssyni í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur á síðasta tímabili. vísir/anton
Stjörnunni hefur borist liðsstyrkur en Tómas Þórður Hilmarsson er genginn í raðir félagsins á nýjan leik.

Tómas Þórður gekk til liðs við Francis Marion háskólann eftir síðasta tímabil en fékk lítið að spila með körfuboltaliði skólans í vetur. Hann er því kominn aftur til Stjörnunnar þar sem hann er uppalinn.

Tómas Þórður, sem er 21 árs framherji, var með 6,5 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann spilaði að meðaltali 20 mínútur í leik í fyrra.

Stjarnan er í 3. sæti Domino's deildar karla með 16 stig eftir 10 umferðir.

Næsti leikur liðsins, og sá síðasti fyrir jólafrí, er gegn KR í Ásgarði á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×