Púslið sem lagði grunninn að NBA-titli Cleveland Cavaliers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:30 Leikmenn Cleveland Cavaliers fagna hér titlinum í nótt. Vísir/EPA Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik. NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00
LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03
LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45