LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 03:03 LeBron James átti bágt með sig eftir að NBA-titilinn var í höfn. Vísir/Getty LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. Cleveland Cavaliers vann sjöunda leikinn 93-89 á móti Golden State Warriors en liðin skiptust margoft að hafa forystuna í þessum besta leik lokaúrslita. Golden State vann tvo fyrstu leikina með yfirburðum og menn voru farnir að spá sópi. Annað kom hinsvegar á daginn. Engu öðru liði hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir. Cleveland vann þrjá síðustu leikina á móti liði Golden State Warriors sem hafði sett met með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. Liðið kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Oklahoma City Thunder en tapaði síðan næstu seríu á sama hátt. Þetta var líka fyrsti meistaratitilinn í sögu Cleveland Cavaliers og fyrsti sigur liðs frá Cleveland í 52 ár eða frá árinu 1964. "Clevaland, þessi er fyrir þig," öskaði LeBron James í leikslok. Cleveland Cavaliers hefndi fyrir tapið í úrslitunum á móti Golden State Warriors í fyrra. LeBron James átti enn einn stórleikinn og endaði með þrennu, 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar auk þess að verja 3 skot og stela 2 boltum. Hann var magnaður í úrslitunum í fyrra og setti síðan í fimmta gírinn eftir að Cleveland-liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu.LeBron James með bikarinn.Vísir/GettyLeBron James réð ekki við tilfinngar sína í leikslok og hreinlega brotnaði niður á gólfinu í Oracle Arena í Oakland. Það kom engum á óvart að hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en LeBron James var með 29,7 stig, 11,3 fráköst, 8,9 stoðsendingar, 2,6 stolna bolta og 2,3 varin skot að meðaltali í lokaúrslitunum. Hann fékk fullt hús í kosningunni. Þetta var þriðji meistaratitill LeBron James á ferlinum en líklega sá langsætasti enda að vinna hann með "sínu" liði. Það fór ekki framhjá neinum hversu miklu máli sigurinn skipti hann. Draymond Green var með 32 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum en fékk ekki nógu mikla hjálp frá félögum sínum. Klay Thompson hitti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum og þó að Stephen Curry hafi skorað 17 stig þá hitti hann aðeins úr 6 af 19 skotum sínum og tók ekki góðar ákvarðanir í lokin. Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland, Kevin Love var með 14 fráköst og 9 stig og þá skoraði J.R. Smith 12 stig. Þeir voru allir að verða NBA-meistarar í fyrsta sinn á ferlinum. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland-liðsins, gerði liðið að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili alveg eins og Steve Kerr gerði með Warriors í fyrra.LeBron James brotnaði niður á gólfinu þegar lokaflautið gall.Vísir/GettyFjórir leikmenn Golden State skoruðu samtals fimm þrista í fyrsta leikhlutanum en Cleveland var engu að síður yfir eftir hann, 23-22. LeBron James var með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar í leikhlutanum og Kevin Love var kominn með 7 fráköst. Draymond Green var í aðalhlutverki hjá Warriors með 7 stig og 3 stoðsendingar en Stephen Curry náði þó að setja niður tvo þrista.Draymond Green kveikti svo sannarlega í sínum mönnum í öðrum leikhluta og Golden State liðið var með sjö stiga forystu í hálfleik, 49-42. Draymond Green hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og var kominn með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik. Draymond kom að 71 prósent stiga Golden State í fyrri hálfleiknum (35 af 49).Golden State skoraði tíu þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum en aðeins 1 af 14 þriggja stiga skotum leikmanna Cleveland rötuðu rétta leið sem þýðir að Warrior-liðið fékk 27 fleiri stig úr þristum í fyrri hálfleik. LeBron James var kominn með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik en var líka með 4 tapaða bolta. Curry var með 9 stig en líka búinn að fá sína þriðju villu.Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum þar sem Golden State náði átta stiga forystu og Cleveland komst sjö stigum yfir þar sem Kyrie Irving skoraði 12 stig á stuttum tíma. Golden State kom aftur til baka sem endaði með því að Andre Iguodala skoraði lokakörfu þriðja leikhlutans og kom Golden State einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-75. Draymond Green var kominn með 28 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Kyrie Irving var stighæstur hjá Cavs með 21 stig.Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en LeBron James setti niður mikilvæg stig á lokasprettinum og stórskyttur Golden State brugðust á úrslitastundu. Stephen Curry fann sig ekki í lokin og það var ekki nóg fyrir liðið að Draymond Green ætti stórleik. Það var síðan Kyrie Irving sem nánast gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu sem kom Cleveland yfir í 92-89.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. Cleveland Cavaliers vann sjöunda leikinn 93-89 á móti Golden State Warriors en liðin skiptust margoft að hafa forystuna í þessum besta leik lokaúrslita. Golden State vann tvo fyrstu leikina með yfirburðum og menn voru farnir að spá sópi. Annað kom hinsvegar á daginn. Engu öðru liði hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir. Cleveland vann þrjá síðustu leikina á móti liði Golden State Warriors sem hafði sett met með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. Liðið kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Oklahoma City Thunder en tapaði síðan næstu seríu á sama hátt. Þetta var líka fyrsti meistaratitilinn í sögu Cleveland Cavaliers og fyrsti sigur liðs frá Cleveland í 52 ár eða frá árinu 1964. "Clevaland, þessi er fyrir þig," öskaði LeBron James í leikslok. Cleveland Cavaliers hefndi fyrir tapið í úrslitunum á móti Golden State Warriors í fyrra. LeBron James átti enn einn stórleikinn og endaði með þrennu, 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar auk þess að verja 3 skot og stela 2 boltum. Hann var magnaður í úrslitunum í fyrra og setti síðan í fimmta gírinn eftir að Cleveland-liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu.LeBron James með bikarinn.Vísir/GettyLeBron James réð ekki við tilfinngar sína í leikslok og hreinlega brotnaði niður á gólfinu í Oracle Arena í Oakland. Það kom engum á óvart að hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en LeBron James var með 29,7 stig, 11,3 fráköst, 8,9 stoðsendingar, 2,6 stolna bolta og 2,3 varin skot að meðaltali í lokaúrslitunum. Hann fékk fullt hús í kosningunni. Þetta var þriðji meistaratitill LeBron James á ferlinum en líklega sá langsætasti enda að vinna hann með "sínu" liði. Það fór ekki framhjá neinum hversu miklu máli sigurinn skipti hann. Draymond Green var með 32 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum en fékk ekki nógu mikla hjálp frá félögum sínum. Klay Thompson hitti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum og þó að Stephen Curry hafi skorað 17 stig þá hitti hann aðeins úr 6 af 19 skotum sínum og tók ekki góðar ákvarðanir í lokin. Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland, Kevin Love var með 14 fráköst og 9 stig og þá skoraði J.R. Smith 12 stig. Þeir voru allir að verða NBA-meistarar í fyrsta sinn á ferlinum. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland-liðsins, gerði liðið að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili alveg eins og Steve Kerr gerði með Warriors í fyrra.LeBron James brotnaði niður á gólfinu þegar lokaflautið gall.Vísir/GettyFjórir leikmenn Golden State skoruðu samtals fimm þrista í fyrsta leikhlutanum en Cleveland var engu að síður yfir eftir hann, 23-22. LeBron James var með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar í leikhlutanum og Kevin Love var kominn með 7 fráköst. Draymond Green var í aðalhlutverki hjá Warriors með 7 stig og 3 stoðsendingar en Stephen Curry náði þó að setja niður tvo þrista.Draymond Green kveikti svo sannarlega í sínum mönnum í öðrum leikhluta og Golden State liðið var með sjö stiga forystu í hálfleik, 49-42. Draymond Green hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og var kominn með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik. Draymond kom að 71 prósent stiga Golden State í fyrri hálfleiknum (35 af 49).Golden State skoraði tíu þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum en aðeins 1 af 14 þriggja stiga skotum leikmanna Cleveland rötuðu rétta leið sem þýðir að Warrior-liðið fékk 27 fleiri stig úr þristum í fyrri hálfleik. LeBron James var kominn með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik en var líka með 4 tapaða bolta. Curry var með 9 stig en líka búinn að fá sína þriðju villu.Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum þar sem Golden State náði átta stiga forystu og Cleveland komst sjö stigum yfir þar sem Kyrie Irving skoraði 12 stig á stuttum tíma. Golden State kom aftur til baka sem endaði með því að Andre Iguodala skoraði lokakörfu þriðja leikhlutans og kom Golden State einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-75. Draymond Green var kominn með 28 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Kyrie Irving var stighæstur hjá Cavs með 21 stig.Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en LeBron James setti niður mikilvæg stig á lokasprettinum og stórskyttur Golden State brugðust á úrslitastundu. Stephen Curry fann sig ekki í lokin og það var ekki nóg fyrir liðið að Draymond Green ætti stórleik. Það var síðan Kyrie Irving sem nánast gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu sem kom Cleveland yfir í 92-89.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira