Galdramaðurinn skipaði henni að slá ofan á poka sem hún hafði séð hann setja nagla ofan í svo að oddurinn stóð upp. Skiljanlega var hún örlítið smeyk við þetta en hlýddi að lokum. Það fór ekki betur en svo að naglinn stakkst í hönd hennar með þeim afleiðingum að hún þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Allt í beinni útsendingu auðvitað.
Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Galdramaðurinn, sem var í úrslitum í keppninni Poland got Talent, var víst ekki alveg vaknaður og hafði ruglast eitthvað við undirbúning atriðisins með þessum hörmulegu afleiðingum.
Seinna þennan sama dag deildi sjónvarpskonan á Facebook síðu sinni að hún væri í lagi.