Svakaleg velta hjá Svani í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 10:57 Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent