Mini Countryman verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 15:10 Mini Cooper S E Countryman. Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent