Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2016 19:00 Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent