Upplifun sumarnótta í miðbænum fönguð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2016 09:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir. Vísir/AntonBrink Mér fannst svolítið krúttlegt þegar foreldrarnir voru að koma niður í bæ að sækja krakkana sína. Það var stundum þannig að þá var pabbinn látinn bíða inni í bíl á meðan ég tók mynd,“ segir listakonan Hallgerður Hallgrímsdóttir en hún opnar á morgun ljósmyndasýninguna Morgunn í SÍM salnum.Myndirnar tók Hallgerður á milli klukkan fimm og hálf átta að morgni til.Mynd/HallgerðurÁ sýningunni má sjá tuttugu portrettmyndir sem teknar voru í dagrenningu um sumarhelgar í miðbæ Reykjavíkur. „Hugmyndin var bæði sú að vera með afsökun til þess að taka portrettmyndir í birtunni sem er á þessum dagstíma. Hún er ótrúlega falleg. Svo langaði mig líka að fanga þessa upplifun sem ég allavega þekki mjög vel. Þegar maður kemur út af barnum, sólin er komin upp, það er sumar og lífið er einfalt og yndislegt,“ útskýrir hún. Hallgerður reis úr rekkju fyrir allar aldir til þess að fanga andrúmsloftið en myndirnar eru flestar teknar á bilinu fimm og hálf átta um morgun. Hún komst fljótt að því að ekki þýddi að ætla sjálf að kíkja út á lífið og mynda fólk á heimleiðinni. „Ég komst að því að það er betra að fara sjálfur snemma að sofa, vakna og fara niður í bæ. Það er skrýtin tilfinning að vakna til að taka leigubíl niður í bæ á þessum tíma og mæta fólki í svolítið misjöfnu ástandi. Ég er ekki morgunhressasta manneskjan þannig það tók örlítið á. Ég skellti stundum í mig einum síder eða bjór áður en ég fór til þess að vera aðeins nær fólkinu í stemningu,“ segir hún og hlær.Á sýningunni má sjá 20 portrettmyndir og mun Hallgerður einnig líma þær upp víðsvegar um miðborgina.Mynd/HallgerðurHallgerður segir að í myndunum megi sjá fegurð og gleði og að fólk stilli sér öðruvísi upp á þessum tíma dags, hverju sem það sé svo sem um að kenna. „Ég held að fólk presenteri sig öðruvísi og stilli sér öðruvísi upp. Það eru ekkert allir endilega ölvaðir en kannski þreyttir. Þá er maður kannski aðeins opnari,“ veltir hún fyrir sér. Hallgerður viðurkennir að verkefnið hafi vissulega tekið yfir margar sumarhelgar en það hafi verið mjög ánægjulegt og hún kannski kynnst áhugaverðri blöndu af mannlífi sem verður til akkúrat á þessum tíma sem er bæði seint og snemma dags. „Þó maður hafi farið út á lífið þá er maður kannski ekki oft á ferli á þessum tíma. Þegar túristarnir eru komnir á stjá, bærinn er ennþá í rúst og mávarnir eru að klára frönskurnar. Þetta verður skrýtið mix af túristum sem eru vaknaðir á leiðinni í dagsferð og Íslendingum sem eru ennþá vakandi.“ Auk þess að setja upp sýningu hefur Hallgerður látið prenta myndirnar út í plakatastærð og ætlar að hengja þær upp víðsvegar um 101. „Skila fólkinu aftur á götur miðborgarinnar. Ég sé fyrir mér að þú getir mætt sjálfum þér frá því árið 2014 um miðja nótt eða mætt einhverjum öðrum sem var á leiðinni heim af djamminu,“ og myndirnar mun hún að sjálfsögðu hengja upp um miðja nótt í takt við verkefnið. Fyrir áhugasama verður sýningin Morgunn opnuð klukkan 17.00 í SÍM salnum á morgun. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Mér fannst svolítið krúttlegt þegar foreldrarnir voru að koma niður í bæ að sækja krakkana sína. Það var stundum þannig að þá var pabbinn látinn bíða inni í bíl á meðan ég tók mynd,“ segir listakonan Hallgerður Hallgrímsdóttir en hún opnar á morgun ljósmyndasýninguna Morgunn í SÍM salnum.Myndirnar tók Hallgerður á milli klukkan fimm og hálf átta að morgni til.Mynd/HallgerðurÁ sýningunni má sjá tuttugu portrettmyndir sem teknar voru í dagrenningu um sumarhelgar í miðbæ Reykjavíkur. „Hugmyndin var bæði sú að vera með afsökun til þess að taka portrettmyndir í birtunni sem er á þessum dagstíma. Hún er ótrúlega falleg. Svo langaði mig líka að fanga þessa upplifun sem ég allavega þekki mjög vel. Þegar maður kemur út af barnum, sólin er komin upp, það er sumar og lífið er einfalt og yndislegt,“ útskýrir hún. Hallgerður reis úr rekkju fyrir allar aldir til þess að fanga andrúmsloftið en myndirnar eru flestar teknar á bilinu fimm og hálf átta um morgun. Hún komst fljótt að því að ekki þýddi að ætla sjálf að kíkja út á lífið og mynda fólk á heimleiðinni. „Ég komst að því að það er betra að fara sjálfur snemma að sofa, vakna og fara niður í bæ. Það er skrýtin tilfinning að vakna til að taka leigubíl niður í bæ á þessum tíma og mæta fólki í svolítið misjöfnu ástandi. Ég er ekki morgunhressasta manneskjan þannig það tók örlítið á. Ég skellti stundum í mig einum síder eða bjór áður en ég fór til þess að vera aðeins nær fólkinu í stemningu,“ segir hún og hlær.Á sýningunni má sjá 20 portrettmyndir og mun Hallgerður einnig líma þær upp víðsvegar um miðborgina.Mynd/HallgerðurHallgerður segir að í myndunum megi sjá fegurð og gleði og að fólk stilli sér öðruvísi upp á þessum tíma dags, hverju sem það sé svo sem um að kenna. „Ég held að fólk presenteri sig öðruvísi og stilli sér öðruvísi upp. Það eru ekkert allir endilega ölvaðir en kannski þreyttir. Þá er maður kannski aðeins opnari,“ veltir hún fyrir sér. Hallgerður viðurkennir að verkefnið hafi vissulega tekið yfir margar sumarhelgar en það hafi verið mjög ánægjulegt og hún kannski kynnst áhugaverðri blöndu af mannlífi sem verður til akkúrat á þessum tíma sem er bæði seint og snemma dags. „Þó maður hafi farið út á lífið þá er maður kannski ekki oft á ferli á þessum tíma. Þegar túristarnir eru komnir á stjá, bærinn er ennþá í rúst og mávarnir eru að klára frönskurnar. Þetta verður skrýtið mix af túristum sem eru vaknaðir á leiðinni í dagsferð og Íslendingum sem eru ennþá vakandi.“ Auk þess að setja upp sýningu hefur Hallgerður látið prenta myndirnar út í plakatastærð og ætlar að hengja þær upp víðsvegar um 101. „Skila fólkinu aftur á götur miðborgarinnar. Ég sé fyrir mér að þú getir mætt sjálfum þér frá því árið 2014 um miðja nótt eða mætt einhverjum öðrum sem var á leiðinni heim af djamminu,“ og myndirnar mun hún að sjálfsögðu hengja upp um miðja nótt í takt við verkefnið. Fyrir áhugasama verður sýningin Morgunn opnuð klukkan 17.00 í SÍM salnum á morgun.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira