Kominn tími á konu í forsetastól Hildur Þórðardóttir skrifar 19. apríl 2016 13:50 Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Skoðun Stj.mál Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun