Nýi bíll Lynk & Co frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 10:22 Lynk & Co 01 er hinn laglegasti jepplingur. Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent
Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent