Markmiðin eru skýr Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun