Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir og félagar hennar í Randers HK töpuðu með átta mörkum á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld
Randers HK tapaði 22-30 á móti gömlu félögum Rutar í Team Tvis Holstebro en Randers-liðið var tveimur sætum á undan Tvis Holstebro fyrir leikinn.
Rut Jónsdóttir var með 3 mörk og 2 stoðsendingar í leiknum en hún nýtti aðeins 3 af 10 skotum sínum.
Það voru aðeins tvær sem skoruðu meira en Rut fyrir Randers-liðið en það voru landsliðskonurnar Camilla Dalby (6 mörk) og Linn Gosse (5).
Tvis Holstebro liðið var 17-15 yfir í hálfleik en skoraði síðan fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og stakk af.
Rut byrjaði leikinn mjög og skoraði öll þrjú mörkin sín á fyrstu átján mínútu. Hún skoraði sitt þriðja mark þegar hún kom Randers-liðinu í 11-10. Rut klikkaði aftur á móti á fimm síðustu skotum sínum í leiknum.
Það er nóg um að vera hjá Randers-liðinu sem spilar seinni leik sinn við franska liðið HBC Nimes í sextán liða úrslitum EGHF-bikarsins um komandi helgi. Randers náði jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi.
Slæmt tap á heimavelli hjá Rut og félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið









Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn