Drykkjaframleiðendur loka verksmiðjum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2015 11:49 Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund í Rússlandi. Vísir/EPA Drykkjarframleiðendurnir Coca-Cola, Pepsi og Carlsberg hafa tilkynnt lokanir á verksmiðjum fyrirtækjanna í Rússlandi. Fyrirtækin segja efnahagsaðstæður í Rússlandi vera ástæðu lokananna. Fram kemur í tilkynningu frá Pepsi að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu í júní. Tæki verksmiðjunnar verða þó fluttar í aðra sem Pepsi rekur á svipuðum slóðum. Pepsi kynnti nýverið ársfjórðungsuppgjör sitt, en þeir sögðu tekjur hafa lækkað vegna efnahagsvandræðanna í Rússlandi. Rússland er næst stærsti markaður Pepsi á eftir Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Nasdaq. Dótturfyrirtæki Coca-Cola Co., sem heitir Coca-Cola Hellenik, tilkynnti einnig nýverið að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu. Sögðu þeir ástæðuna vera efnahagsástandið í Rússlandi og veik staða Rúblunnar. Pepsi hefur sagt um 400 starfsmönnum upp af 23 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins í Rússlandi. Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund. Þar að auki hefur danska fyrirtækið Carlsberg tilkynnt lokun tveggja verksmiðja í Rússlandi. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Drykkjarframleiðendurnir Coca-Cola, Pepsi og Carlsberg hafa tilkynnt lokanir á verksmiðjum fyrirtækjanna í Rússlandi. Fyrirtækin segja efnahagsaðstæður í Rússlandi vera ástæðu lokananna. Fram kemur í tilkynningu frá Pepsi að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu í júní. Tæki verksmiðjunnar verða þó fluttar í aðra sem Pepsi rekur á svipuðum slóðum. Pepsi kynnti nýverið ársfjórðungsuppgjör sitt, en þeir sögðu tekjur hafa lækkað vegna efnahagsvandræðanna í Rússlandi. Rússland er næst stærsti markaður Pepsi á eftir Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Nasdaq. Dótturfyrirtæki Coca-Cola Co., sem heitir Coca-Cola Hellenik, tilkynnti einnig nýverið að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu. Sögðu þeir ástæðuna vera efnahagsástandið í Rússlandi og veik staða Rúblunnar. Pepsi hefur sagt um 400 starfsmönnum upp af 23 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins í Rússlandi. Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund. Þar að auki hefur danska fyrirtækið Carlsberg tilkynnt lokun tveggja verksmiðja í Rússlandi.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira