Audi stærra en BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 10:04 Audi A8. Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent
Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent