Audi Q8 einnig sem rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 10:51 Svona gæti Audi Q8 bílinn litið út. Audi hannar nú nýja bíla af miklum móð og hefur lagt til umtalsvert meira fé til þróunar nýrra bíla sinna en helstu keppinautarnir. Svo mikið reyndar að Audi gerir ráð fyrir minni hagnaði af rekstri í ár en í fyrra sökum þess. Einn af nýjum bílum Audi er Q8, sem verður mun sportlegri bíll en hinn nýi Audi Q7 jeppi sem brátt kemur á markað. Þessi nýi Q8 bíll verður ekki bara í boði með bensín- og dísilvélar heldur verður hann einnig í boði sem rafmagnsbíll. Hann á að komast 500 km á hleðslunni, en fáir rafmagnsbílar komast svo langt á einni hleðslu. Í enda næsta árs ætlar Audi að kynna sinn minnsta jeppling fram að þessi, Audi Q1. Ásamt nýjum A4 bíl markar útkoma hans heila línu Audi bíla sem teiknaðir hafa verið að nýjum hönnunarstjóra Audi, Marc Lichte. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent
Audi hannar nú nýja bíla af miklum móð og hefur lagt til umtalsvert meira fé til þróunar nýrra bíla sinna en helstu keppinautarnir. Svo mikið reyndar að Audi gerir ráð fyrir minni hagnaði af rekstri í ár en í fyrra sökum þess. Einn af nýjum bílum Audi er Q8, sem verður mun sportlegri bíll en hinn nýi Audi Q7 jeppi sem brátt kemur á markað. Þessi nýi Q8 bíll verður ekki bara í boði með bensín- og dísilvélar heldur verður hann einnig í boði sem rafmagnsbíll. Hann á að komast 500 km á hleðslunni, en fáir rafmagnsbílar komast svo langt á einni hleðslu. Í enda næsta árs ætlar Audi að kynna sinn minnsta jeppling fram að þessi, Audi Q1. Ásamt nýjum A4 bíl markar útkoma hans heila línu Audi bíla sem teiknaðir hafa verið að nýjum hönnunarstjóra Audi, Marc Lichte.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent