Brjóstagjöf og gáfnafar Sæunn Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun