Enski boltinn

Otamendi búinn að semja við Man. City

Otamendi glímir hér við félaga sinn í argentínska landsliðinu, Lionel Messi.
Otamendi glímir hér við félaga sinn í argentínska landsliðinu, Lionel Messi. vísir/getty
Man. City gekk í morgun frá kaupum á Nicolas Otamendi frá Valencia.

Hann kostaði félagið tæplega 32 milljónir punda. Leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning.

Þessi argentínski varnarmaður var eftirsóttur eftir að hafa verið frábær í spænska boltanum. Man. Utd var sagt einnig hafa haft áhuga.

„Otamendi var klárlega besti varnarmaðurinn á Spáni á síðustu leiktíð og því erum við himinlifandi að fá hann til okkar," sagði Manuel Pellegrini, stjóri Man. City.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem City fær í sumar en hinir eru Raheem Sterling og Fabian Delph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×