Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 07:55 Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00
Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45