

Launakjör starfsstétta á Íslandi
Rót vandansHvers vegna getum við ekki, í okkar fámenna og auðlindaríka landi, sameinast um skilvirka og sanngjarna launastefnu? Er rót vandans sérhagsmunir ýmissa starfsstétta og atvinnurekenda hér á landi sem starfa í fákeppni eða einokunarstöðu, t.d. fjármálastarfsemi, heilbrigðis- og menntastarfsemi, eða þeirra sem nýta náttúruauðlindir, t.d. sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta? Ekki verður heldur horft fram hjá áhrifum auðvelds aðgengis sérhagsmuna að pólitískum ráðamönnum á hverjum tíma, tengslanetum og kunningsskap.
Misvísandi samanburður launa og launakostnaðarEftirfarandi má finna á netinu;
ASÍ. Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar kemur m.a. fram að laun á hinum Norðurlöndunum 2013 voru að meðaltali:
• 60% hærri en á Íslandi án tillits til verðlags.
• 30% hærri að teknu tilliti til verðlags.
• 20% hærri að teknu tilliti til skatta og opinberra tekjujöfnunarþátta.
• Dagvinnulaun verkafólks voru allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum.
• Heildarlaun lækna hæst á Íslandi.
• Hlutfallslegur launamunur lækna og verkamanna er hæstur á Íslandi eða ríflega fjórfaldur (fyrir nýgerða leiðréttingasamninga).
Samherji hf. Heimasíða 16.4. 2015 undir fyrirsögninni „EPLI OG EPLI“ fjallar fyrirtækið um launakostnað. Þar kemur m.a. fram ítarlegur samanburður á launakostnaði fyrirtækisins vegna bolfiskframleiðslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Í samanburði fyrirtækisins er launakostnaður hæstur á á Íslandi.
• Ísland 3.501 kr./klst.
• Noregur 3.433 kr./klst., 2% lægri en á Íslandi.
• Þýskaland 2.400 kr./kl.st., 37% lægri en á Íslandi.
RÚV. Á fréttavef RÚV 18.12.2012. Í þessari stuttu frétt segir m.a.:
• Meðallaun á Íslandi voru rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna árið 2010.
• Stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk voru með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu.
• Þjónustu- og sölufólk, iðnaðarmenn og iðnverkafólk, véla- og vélgæslufólk og ósérhæft starfsfólk var með laun yfir meðaltali í Evrópusambandinu.
Laun og launakostnaður starfstétta á Íslandi?Opinberar upplýsingar um launastefnu, fyrirkomulag launasamninga, hlutfallsleg launakjör og launakostnað á milli starfsstétta á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin eru ekki auðfundnar, spurt er hvers vegna? Fyrir ekki löngu sagði fjármálaráðherra í viðtali á RÚV m.a. að ekki yrði lengur búið við óbreytt fyrirkomulag samninga um launakjör starfsstétta á Íslandi, því hljóta flestir að vera sammála. Er ekki löngu tímabært að sameinast um upplýsta launastefnu eða menningu á Íslandi, byggða á jafnrétti? Ekki í þeim skilningi að allir eigi að hafa sömu launakjör heldur hlutfallslega sömu launakjör og starfsstéttir í þeim löndum sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Þannig yrðu t.d. launakjör á milli ljósmóður og ræstitæknis á sjúkrahúsi í Reykjavík hlutfallslega þau sömu og sömu stétta á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, við viljum jafnrétti til launa, ekki satt? Þjóðarkakan okkar er sambærileg þjóðarköku annarra Norðurlanda, auðvitað minni, en viljum við að henni sé skipt í milli starfsstétta og starfsfólks hér á landi í sömu hlutföllum og á hinum Norðurlöndunum?
Nú þarf kjark og þorÉg hvet fjármálaráðherra til að fá óháða erlenda aðila til að framkvæma ítarlega úttekt á launum og launakostnaði (hlunnindum) á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin. Einnig hvet ég almenning sem neytendur, hvar í flokki sem við erum, að styðja slíka úttekt. Niðurstaða úttektar getur gagnast bæði fagaðilum og okkur almenningi til að taka upplýsta afstöðu til málsins út frá upplýstum forsendum.
Skoðun

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar