Friðun miðhálendis: Forgangsmál Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Vorið 1928 samþykkti Alþingi lög um friðun Þingvalla, sem lýstu Þingvelli við Öxará friðlýstan helgistað allra Íslendinga frá og með upphafi þjóðhátíðarársins 1930. Voru með þessu mörkuð þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að verndargildi landsvæðis í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans og gerðar voru ráðstafanir í samræmi við það sem miðuðu að því að varðveita þar menningarminjar og náttúrufar. Eitt forgangsmál Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á þessu þingi er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Friðun miðhálendisins hefur verið til umræðu allt frá tíunda áratug síðustu aldar þegar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur og þingmaður lagði fram tillögu um að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess: Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. Sú tillaga þróaðist yfir í að verða sérstök tillaga um Vatnajökulsþjóðgarð sem var samþykkt og lyktaði með stofnun þess þjóðgarðs. Flestir munu þakklátir fyrir það skref enda er hið ósnortna hálendi auðlind í sjálfu sér sem okkur ber skylda til að vernda fyrir frekari ágangi og varðveita í þágu fjölbreytni náttúrunnar. Auk heldur skilar það miklum efnahagslegum ávinningi sem áfangastaður ferðamanna í leit að einstakri reynslu. Hinn efnahagslegi ávinningur er umtalsverður þó að mestu skipti að ósnortin náttúra hefur gildi óháð mannlegum mælikvörðum. Fimmtán hugmyndirÍ hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Þessar hugmyndir sýna hve takmörkuð sýn á auðlindir er ráðandi á þeim bæjum. Ef byggja á upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar þarf að fjölga stoðum efnahagslífsins og fjárfesta margfalt meira í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Eins má skjóta styrkari stoðum undir stærstu útflutningsgrein okkar um þessar mundir, ferðaþjónustuna, meðal annars með náttúruvernd. Fjölbreytt atvinnustefna skilar stöðugra efnahagslífi án þess að ganga á náttúruna eins og stóriðjustefnan sem því miður er orðin þráhyggja hjá sumum í ríkisstjórnarflokkunum og hjá orkufyrirtækjunum. En nú er kominn tími til að leggja hana á hilluna og taka stefnuna í staðinn á fjölbreytt atvinnulíf þar sem traustur efnahagur auðgast af náttúruvernd. Mikilvægi miðhálendisinsTillaga þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um nýjan þjóðgarð á miðhálendinu er í takt við nýja atvinnustefnu þar sem skilningur ríkir á mikilvægi miðhálendisins. Vonandi ber þinginu gæfa til að samþykkja hana með tilliti til langtímahagsmuna Íslendinga. Rétt eins og við sem nú byggjum land erum þakklát þeim sem horfðu fram á veg og samþykktu að stofna þjóðgarð á Þingvöllum árið 1928 tel ég víst að eftir 90 ár verði almenningur þakklátur þeim þingheimi sem samþykkir að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vorið 1928 samþykkti Alþingi lög um friðun Þingvalla, sem lýstu Þingvelli við Öxará friðlýstan helgistað allra Íslendinga frá og með upphafi þjóðhátíðarársins 1930. Voru með þessu mörkuð þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að verndargildi landsvæðis í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans og gerðar voru ráðstafanir í samræmi við það sem miðuðu að því að varðveita þar menningarminjar og náttúrufar. Eitt forgangsmál Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á þessu þingi er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Friðun miðhálendisins hefur verið til umræðu allt frá tíunda áratug síðustu aldar þegar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur og þingmaður lagði fram tillögu um að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess: Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. Sú tillaga þróaðist yfir í að verða sérstök tillaga um Vatnajökulsþjóðgarð sem var samþykkt og lyktaði með stofnun þess þjóðgarðs. Flestir munu þakklátir fyrir það skref enda er hið ósnortna hálendi auðlind í sjálfu sér sem okkur ber skylda til að vernda fyrir frekari ágangi og varðveita í þágu fjölbreytni náttúrunnar. Auk heldur skilar það miklum efnahagslegum ávinningi sem áfangastaður ferðamanna í leit að einstakri reynslu. Hinn efnahagslegi ávinningur er umtalsverður þó að mestu skipti að ósnortin náttúra hefur gildi óháð mannlegum mælikvörðum. Fimmtán hugmyndirÍ hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Þessar hugmyndir sýna hve takmörkuð sýn á auðlindir er ráðandi á þeim bæjum. Ef byggja á upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar þarf að fjölga stoðum efnahagslífsins og fjárfesta margfalt meira í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Eins má skjóta styrkari stoðum undir stærstu útflutningsgrein okkar um þessar mundir, ferðaþjónustuna, meðal annars með náttúruvernd. Fjölbreytt atvinnustefna skilar stöðugra efnahagslífi án þess að ganga á náttúruna eins og stóriðjustefnan sem því miður er orðin þráhyggja hjá sumum í ríkisstjórnarflokkunum og hjá orkufyrirtækjunum. En nú er kominn tími til að leggja hana á hilluna og taka stefnuna í staðinn á fjölbreytt atvinnulíf þar sem traustur efnahagur auðgast af náttúruvernd. Mikilvægi miðhálendisinsTillaga þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um nýjan þjóðgarð á miðhálendinu er í takt við nýja atvinnustefnu þar sem skilningur ríkir á mikilvægi miðhálendisins. Vonandi ber þinginu gæfa til að samþykkja hana með tilliti til langtímahagsmuna Íslendinga. Rétt eins og við sem nú byggjum land erum þakklát þeim sem horfðu fram á veg og samþykktu að stofna þjóðgarð á Þingvöllum árið 1928 tel ég víst að eftir 90 ár verði almenningur þakklátur þeim þingheimi sem samþykkir að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun