Samfélag eða Excel-skjal Gunnar Axel Axelsson skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í rekstri Hafnarfjarðarbæjar eftir efnahagshrun er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðhald og alltaf er svigrúm til að gera betur. Um það held ég að allir geti verið sammála og fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn séu meðvitaðir um. Okkur greinir aftur á móti á um forgangsröðun, aðferðir og leiðir. Stjórnunaraðferðir nýs bæjarstjóra og framkoma núverandi meirihluta gagnvart starfsfólki bæjarins er meðal þess sem við í minnihlutanum getum ekki sætt okkur við eða tekið þátt í.28% launahækkun bæjarstjóra Á sama tíma og gengið er fram af mikilli hörku gagnvart starfsfólki og allar mögulegar leiðir farnar í þeim tilgangi að skerða starfskjör þess hefur launakostnaður vegna embættis bæjarstjóra hækkað um tæplega 28% á milli ára, eða sem nemur um fimm milljónum króna á ársgrundvelli. Það er meira en margt af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar hefur í árslaun, fyrir störf sem eru svo sannarlega ekkert síður merkileg eða mikilvæg. Bifreiðahlunnindi bæjarstjórans hafa reyndar hækkað enn meira en launin eða um 86% á einu ári. Það eitt og sér er næg ástæða til að krefja meirihluta bæjarstjórnar skýringa.Hroki og virðingarleysi Okkar upplifun er sú að innleidd hafi verið stefna og aðferðafræði í mannauðsmálum sem einkennist af hroka og virðingarleysi gagnvart þeim sem eiga að sinna þjónustu við bæjarbúa. Í því samhengi er ástæða til að benda á að flestir þeirra starfsmanna sem hafa misst vinnuna eiga langan og farsælan starfsferil að baki í þjónustu við bæjarbúa. Meðalstarfsaldur þeirra er 16 ár og stór hluti á aðeins nokkur ár í áætluð starfslok. Auk þess virðist fullkomlega óljóst hvort þessar aðgerðir muni skila raunverulegum sparnaði þegar upp er staðið en kostnaðurinn við uppsagnirnar og samninga þeim tengda hleypur á tugum milljóna króna. Nú þegar hafa líka verið auglýstar nokkrar nýjar stöður lausar til umsóknar sem væntanlega mun hafa einhver útgjöld í för með sér. Það er heldur ekki ósennilegt að hluti þess starfsfólks sem hefur verið sagt upp leiti réttar síns hjá dómstólum og því verður ekki spurt fyrr en að leikslokum um endanlegan kostnað bæjarins.Nóg komið Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki skammtað einum manni tugprósenta launahækkun á sama tíma og það er verið að svipta fólk atvinnu og krefjast þess af öðru starfsfólki að það taki á sig launalækkanir. Í hugum flestra segir þetta sig sjálft og því óskiljanlegt að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks skuli ekki sjá að þetta gengur ekki upp. Hafnarfjörður er nefnilega samfélag en ekki Excel-skjal og starfsfólk bæjarins er manneskjur en ekki tölur á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í rekstri Hafnarfjarðarbæjar eftir efnahagshrun er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðhald og alltaf er svigrúm til að gera betur. Um það held ég að allir geti verið sammála og fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn séu meðvitaðir um. Okkur greinir aftur á móti á um forgangsröðun, aðferðir og leiðir. Stjórnunaraðferðir nýs bæjarstjóra og framkoma núverandi meirihluta gagnvart starfsfólki bæjarins er meðal þess sem við í minnihlutanum getum ekki sætt okkur við eða tekið þátt í.28% launahækkun bæjarstjóra Á sama tíma og gengið er fram af mikilli hörku gagnvart starfsfólki og allar mögulegar leiðir farnar í þeim tilgangi að skerða starfskjör þess hefur launakostnaður vegna embættis bæjarstjóra hækkað um tæplega 28% á milli ára, eða sem nemur um fimm milljónum króna á ársgrundvelli. Það er meira en margt af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar hefur í árslaun, fyrir störf sem eru svo sannarlega ekkert síður merkileg eða mikilvæg. Bifreiðahlunnindi bæjarstjórans hafa reyndar hækkað enn meira en launin eða um 86% á einu ári. Það eitt og sér er næg ástæða til að krefja meirihluta bæjarstjórnar skýringa.Hroki og virðingarleysi Okkar upplifun er sú að innleidd hafi verið stefna og aðferðafræði í mannauðsmálum sem einkennist af hroka og virðingarleysi gagnvart þeim sem eiga að sinna þjónustu við bæjarbúa. Í því samhengi er ástæða til að benda á að flestir þeirra starfsmanna sem hafa misst vinnuna eiga langan og farsælan starfsferil að baki í þjónustu við bæjarbúa. Meðalstarfsaldur þeirra er 16 ár og stór hluti á aðeins nokkur ár í áætluð starfslok. Auk þess virðist fullkomlega óljóst hvort þessar aðgerðir muni skila raunverulegum sparnaði þegar upp er staðið en kostnaðurinn við uppsagnirnar og samninga þeim tengda hleypur á tugum milljóna króna. Nú þegar hafa líka verið auglýstar nokkrar nýjar stöður lausar til umsóknar sem væntanlega mun hafa einhver útgjöld í för með sér. Það er heldur ekki ósennilegt að hluti þess starfsfólks sem hefur verið sagt upp leiti réttar síns hjá dómstólum og því verður ekki spurt fyrr en að leikslokum um endanlegan kostnað bæjarins.Nóg komið Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki skammtað einum manni tugprósenta launahækkun á sama tíma og það er verið að svipta fólk atvinnu og krefjast þess af öðru starfsfólki að það taki á sig launalækkanir. Í hugum flestra segir þetta sig sjálft og því óskiljanlegt að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks skuli ekki sjá að þetta gengur ekki upp. Hafnarfjörður er nefnilega samfélag en ekki Excel-skjal og starfsfólk bæjarins er manneskjur en ekki tölur á blaði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar