Sala Hyundai fellur þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 13:08 Hyundai i30. Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent
Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent