Fjörutíu prósent feitra upplifa niðurlægingu í hverri viku Margrét H. Gústavsdóttir skrifar 18. janúar 2015 11:00 Vísir/Getty Fjörutíu prósent feitra Breta telja sig mæta dómhörku í einni eða annari mynd, fordómum, niðurlægingu eða útskúfun, að lágmarki einu sinni í viku. Breska fyrirtækið Slimmingworld lagði spurningarlista fyrir 2.573 einstaklinga sem eru í yfirvigt, en þar lýstu um fjörutíu prósent aðspurðra upplifun sinni af niðurlægingu í viku hverri. Fólkið segist reglulega verða fyrir móðgunum og aðfinnslum bæði vina og ókunnugra en þetta birtist í ýmsum myndum. Meðal annars kemur starfsfólk matvöruverslana með neikvæðar og ljótar athugasemdir við það sem þau setja í innkaupakerruna, starfsfólk veitingastaða veitir þeim ekki æskilega þjónustu, vinir skilja þau útundan og bjóða þeim ekki með í partý eða út á lífið, vegfarendur gera grín að þeim og unglingar taka af þeim myndir á förnum vegi. Þetta eru meðal lýsinga sem koma fram í rannsókninni. Þetta niðurrífandi viðmót leiðir meðal af sér bæði skömm og þunglyndi sem aftur kallar á huggunarát, og við þetta fer af stað vítahringur þar sem fólk borðar enn meira til að sefa erfiðar og sárar tilfinningar. James Stubbs, prófessor í atferlisfræðum við Derby háskóla og formaður rannsóknarnefndar á vegum Slimmingworld, kallar eftir meiri skilningi og nærgætni í garð þeirra sem þjást af offitu. Hann segir aðfinnslurnar koma í veg fyrir að fólk nái tökum á vandanum. Hann bendir á að nærgætni í garð þessa fólks ætti að vera jafn sjálfssögð og nærgæti í garð annara sem glíma við heilsufarsvanda. Að skilningur og alúð leiði fremur til þess að fólkinu líði betur í eigin skinni sem sé nauðsynlegt, eigi þau að ná tökum á ofþyngdinni. Í myndbandinu sem hér fylgir má meðal annars sjá viðtal við Dr. Stubbs og hina 29 ára gömlu Sam Akerman, en Sam lýsir því hér hvernig neikvætt viðmót vina og almennings leiddi til þess að hún átti erfiðara með að komast út úr vítahring huggunaráts og lélegrar sjálfsmyndar. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið
Fjörutíu prósent feitra Breta telja sig mæta dómhörku í einni eða annari mynd, fordómum, niðurlægingu eða útskúfun, að lágmarki einu sinni í viku. Breska fyrirtækið Slimmingworld lagði spurningarlista fyrir 2.573 einstaklinga sem eru í yfirvigt, en þar lýstu um fjörutíu prósent aðspurðra upplifun sinni af niðurlægingu í viku hverri. Fólkið segist reglulega verða fyrir móðgunum og aðfinnslum bæði vina og ókunnugra en þetta birtist í ýmsum myndum. Meðal annars kemur starfsfólk matvöruverslana með neikvæðar og ljótar athugasemdir við það sem þau setja í innkaupakerruna, starfsfólk veitingastaða veitir þeim ekki æskilega þjónustu, vinir skilja þau útundan og bjóða þeim ekki með í partý eða út á lífið, vegfarendur gera grín að þeim og unglingar taka af þeim myndir á förnum vegi. Þetta eru meðal lýsinga sem koma fram í rannsókninni. Þetta niðurrífandi viðmót leiðir meðal af sér bæði skömm og þunglyndi sem aftur kallar á huggunarát, og við þetta fer af stað vítahringur þar sem fólk borðar enn meira til að sefa erfiðar og sárar tilfinningar. James Stubbs, prófessor í atferlisfræðum við Derby háskóla og formaður rannsóknarnefndar á vegum Slimmingworld, kallar eftir meiri skilningi og nærgætni í garð þeirra sem þjást af offitu. Hann segir aðfinnslurnar koma í veg fyrir að fólk nái tökum á vandanum. Hann bendir á að nærgætni í garð þessa fólks ætti að vera jafn sjálfssögð og nærgæti í garð annara sem glíma við heilsufarsvanda. Að skilningur og alúð leiði fremur til þess að fólkinu líði betur í eigin skinni sem sé nauðsynlegt, eigi þau að ná tökum á ofþyngdinni. Í myndbandinu sem hér fylgir má meðal annars sjá viðtal við Dr. Stubbs og hina 29 ára gömlu Sam Akerman, en Sam lýsir því hér hvernig neikvætt viðmót vina og almennings leiddi til þess að hún átti erfiðara með að komast út úr vítahring huggunaráts og lélegrar sjálfsmyndar.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið