Coca Cola hættir við auglýsingaherferð eftir að hafa vitnað í Mein Kampf ingvar haraldsson skrifar 6. febrúar 2015 10:09 vísir/getty Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent