Toyota með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Toyota hagnast sem aldrei fyrr. Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður