Porsche heimsmeistari í þolakstursmótaröðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 14:11 Porsche menn fagna titlinum um helgina. Porsche Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina. Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda. Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í aðeins annað skipti frá upphafi. Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar. Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent