Leiðari Fréttablaðsins og hvatning Hjörleifs Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi.
Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar