Mestu vonbrigðakaupin hjá síðunni er sögð vera kaup franska liðsins Selestat á Snorra Steini Guðjónssyni. Selestat féll úr frönsku úrvalsdeildinni en það var nú líklega ekki Snorra að kenna.
Hann spilaði nefnilega vel fyrir félagið. Var markahæsti leikmaður liðsins og þrettándi markahæsti leikmaður deildarinnar. Snorri var þess utan valinn í Stjörnulið deildarinnar.
Mörg kunnug nöfn eru á þessum lista. Menn eins og Þjóðverjinn Christian Zeitz og Króatinn Blazenko Lackovic.
Listi Handball Planet:
- Snorri Steinn Guðjónsson (frá GOG til Selestat)
- Cyril Dumoulin (Chambery - Toulouse)
- Christian Zeitz (Kiel - Vezsprem)
- William Accambray (Montpellier - PSG)
- Isais Guardiola (RN Löwen - Aalborg)
- Denis Shiskarev (Medvedi - Vardar Skopje)
- Esper Li Hansen (Dunkerque - Magdeburg)
- Wael Jallouz (Kiel - Barcelona)
- Blazenko Lackovic (Hamburg - Vardar Skopje)
- Borut Mackovsek (Dinamo - Montpellier)